Meistaramóti Íslands 15-22 ára í frjálsum

Meistaramóti Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum var haldið í Laugardalshöllinni um sl. helgi. Mótið var fjölmennt en alls voru keppendur 230 talsins frá átján félögum. UMSE átti keppendur á mótinu sem gerðu góða hluti. Þrír keppendur unnu til silfurverðlauna, þau Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir (Samherjum) fyrir þrístökk í flokki 16-17 ára, Berta Steingrímsdóttir fyrir stangarstökk í flokki 15 ára og Arlinda Fejzulahi fyrir kúluvarp í flokki 16-17 ára. Til bronsverðlauna unnu þær Steinunn Erla Davíðsdóttir fyrir 400 m hlaup 20-22 ára og Sveinborg Daníelsdóttir (Samherjum) fyrir stangarstökk 16-17 ára. Þá vann boðhlaupssveit UMSE til bronsverðlauna í flokki 18-19 ára í 4×200 m hlaupi.