Meistaramót Íslands 15-22 ára um helgina

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára verður haldið í Laugardalshöll um helgina. Góð þátttaka er hjá okkar fólki í UMSE en það þarf að ná ákveðnum lágmörkum til að öðlast réttindi til að keppa á þessu móti. Á meðal þeirra sem hafa náð lágmörkum og fara á þetta mót eru Samherjarnir okkar þau Sveinborg, Guðbjörg, Hermann og Kristján Godsk. Um síðastliðna helgi fóru margir krakkar frá UMSE á Stórmót ÍR sem haldið var í Laugardalshöll fyrir alla aldurshópa. Það er gaman að geta þess að Kristján Godsk hreppti þar gullverðlaun í 800 metra hlaupi karla. Guðbjörg nældi sér í silfurverðlaun í þrístökki, brons í 60 m grindahlaupi og brons í langstökki. Þá varð Sveinborg þriðja í stangarstökki. Guðmundur varð annar í stangarstökki og bætti sig í  langstökki þegar hann stökk 4,62 m. Stórglæsilegur árangur hjá okkar fólki og við óskum MÍ förum góðs gengis um helgina.