Meistaramót 2019

Meistaramót Íslands í badminton fór fram sl. helgi. Að sjálfsögðu átti UMF Samherjar fulltrúa þar, þær Ivalu Birnu, sem keppti í A-flokki, og Söru, sem keppti í B-flokki. Ivalu gerði sér lítið fyrir og sigraði í einliðaleik kvenna í A-flokki en þær Sara og Ivalu tóku þátt í öllum greinum. Ivalu spilaði með Lilju Bu, TBR, í tvíliðaleik og Sebastian, sem spilaði hjá okkur í nokkrar vikur í vetur, í tvenndarleik. Sara spilaði með Erlu úr BH í tvíliðaleik og með Ara í tvenndarleik, en Ari spilaði undir merkjum KA þó svo hann hafi verið duglegur að mæta á æfingar hjá Samherjum.

Virkilega gaman að eiga svona flotta fulltrúa á svo stóru móti og óskum við Ivalu og Söru til hamingju með árangurinn og Ivalu til hamingju með titilinn!!