Knattspyrnumót UMSE á Hrafnagilsvöllum á miðvikudagskvöldið.

Knattspyrnunefnd UMSE sem skipuð var á dögunum hefur ákveðið að halda UMSE mót í knattspyrnu á íþróttavöllunum við Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 17:00.

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér. Ef ekki næst í lið í einhverjum flokki þá geta þau börn sem hafa áhuga leikið meö öðrum liðum.

 

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2007-2008).  5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2005-2006).  5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2003-2004).  5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2001-2002).  7 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 1999-2000).  7 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 1997-1998).  7 manna bolti.