Knattspyrnumót UMSE á Hrafnagili fer fram í dag (26.08)

Í dag verður haldið knattspyrnumót UMSE í fótbolta á Hrafnagili. Mótið hefst stundvíslega kl 17.00 (nema hjá stelpunum kl 16.30) og því lýkur ekki seinna en kl 20.00. Samherjar hafa skráð lið í öllum flokkum og því er mikilvægt að sem flestir mæti til að taka þátt. Allir sem hafa verið að æfa eru hvattir til að koma og vera með:)

Keppendur fá frítt í sund og er sundlaugin opin til kl. 21.00.  ATH ! Börn yngri en 10 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Á milli kl. 18 og 19 er hægt að kaupa pizzusneið frá Greifanum ásamt Svala á aðeins 250 kr.

Hér að neðan má sjá leikjaplan mótsins

Leikjaplan UMSE hraðmót 2014