Jólamót Samherja í frjálsíþróttum 8. desember

Umf. Samherjar bjóða til hins árlega “Jólamóts Samherja” í frjálsum íþróttum laugardaginn 8. desember klukkan 12:20. Að venju er mótið öllum opið og haldið í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla. Mótið hefst klukkan 12:20 á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri. Klukkan 13:00 hefjast síðan keppnisgreinarnar; þrístökk án atrennu, langstökk án atrennu, hástökk og kúluvarp fyrir 10 ára og eldri. Einnig í flokki kvenna og karla. Tímaseðill er kominn á mótaforrit FRÍ og er að finna á slóðinni: http://mot.fri.is/cgi-bin/ritarablod/Dagskramot1993.pdf

Þrautabrautinni lýkur klukkan 13:00 en öðrum keppnisgreinum lýkur eigi síðar en klukkan 16:30. Í kúluvarpi, langstökki án atrennu og þrístökki án atrennu fá keppendur 4 tilraunir í öllum aldursflokkum. Í hástökki getur hver keppandi ekki fellt oftar en 6 sinnum í keppninni.

Umf. Samherjar greiða keppnisgjöld fyrir sína iðkendur en aðrir keppendur greiða kr.1500,- í keppnisgjöld við komuna í íþróttahúsið (tökum ekki við kortum/enginn posi). Innifalið í keppnisgjöldum er ávaxtahressing sem að þessu sinni verða mandarínur og bananar ásamt drykk. Skráningar berist eigi síðar en klukkan 12:00 föstudaginn 7. desember í gegnum mótaforrit FRÍ, www.fri.is

Bestu kveðjur,
Frjálsíþróttaráð Samherja