Jólafrí í jólafríinu :)

Samkvæmt venju verða engar æfingar fyrir börn og unglinga hjá Umf. Samherjum í jólafríi Hrafnagilsskóla. Síðustu æfingarnar ársins 2012 eru miðvikudaginn 19. desember í öllum íþróttagreinum nema sundi sem er með sérstaka jólaæfingu þann 20. desember.

Æfingar hefjast við skólabyrjun á nýju ári en búast má við smávægilegum tilfæringum á stundaskrá.