Íslandsmót unglinga í borðtennis

Um næstu helgi er Íslandsmót unglinga í borðtennis í TBR húsunum.

Þetta er góður vettvangur til að reyna sig og sjálfsagt fyrir þá iðkendur sem náð hafa nokkurri færni að taka þátt.

Ákvörðun um ferðatilhögun verður tekin þegar ljóst er hversu margir ætla með, hvort einhverjir foreldrar komast og svo framvegis.

Undirritaður mun allavega fara til mótsins og eins og staðan er núna eru amk 3 keppendur ákveðnir í þátttöku.

Foreldrar og iðkendur eru beðnir að hafa samband við þjálfara til að fá nánari upplýsingar – sigeiriks@gmail.com.

Hér meðfylgjandi er mótsboð en skráningar þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi á miðvikudag.

Sigurður Eiríksson

íslandsmót unglinga 2015.