Íslandsmót unglinga í borðtennis 2018

Um helgina höldum við Íslandsmót unglinga í borðtennis. Laugardag kl. 10 byrja yngstu krakkarnir að spila og hálftíma síðar þeir eldri. Út laugardaginn verður spilað og spilað og spilað og má sjá dagskrána með því að fletta upp mótinu á www.tournamentsoftware.com eða með því að smella á þennan hlekk .
Hér koma líka úrslit inn eftir því sem líður á mótið en því lýkur á sunnudag.

Á laugardagskvöldið, milli klukkan 20 og 22 verður sundlaugardiskó á vegum mótsins og allir Samherjar velkomnir og fjölskyldur þeirra.

Foreldrar borðtennisiðkenda standa fyrir veitingasölu báða dagana – og einhverjir fleiri hjálpa til. Það verður því bæði hægt að líta við og sjá meistaratakta í borðtennis og einnig að fá sér ljúffengt miðdegiskaffi og meððí.
Sjáumst í íþróttahúsinu á borðtennisveislu ársins – á Norðurlandi að minnsta kosti.