Íslandsmót í fótbolta og fleira fótboltatengt.

Búið er að skrá 6. flokk drengja og stúlkna til þátttöku á Íslandsmóti í fótbolta. Keppt er í 5 manna liðum. Einnig er búið að skrá lið í 4. flokk og 5. flokk drengja en þar er keppt í 7 manna liðum og heimilt að hafa blönduð lið drengja og stúlkna. Á aðalfundi félagsins, fimmtudagskvöldið 14. mars, er upplagt að ræða fyrirkomulag á æfingum í sumar og þátttöku á öðrum mótum.