Haustmót KA í badminton

Haustmót KA í badminton verður haldið í KA–húsinu á Akureyri 28.-29. september n.k.

Mótið hefst kl 9:00 á laugardeginum og gert ráð fyrir að ljúka mótinu fyrir 16:00 á sunnudeginum.

Keppt verður í öllum greinum í flokkum U11-U19 ef næg þátttaka fæst

Gert er ráð fyrir að mótið verði sett upp með eftirfarandi hætti

  • Riðlakeppni í einliðaleik.
  • Útsláttarkeppni í tvíliða og tvenndarleik.

Mótsgjöld: 2.000 kr pr. keppanda óháð fjölda greina

Skráning er hjá Ara þjálfara til laugardagsins 21. september.