Handverskshátíð – sjálfboðaliðar óskast

Nú stendur yfir skráning á sjálfboðaliðum á vaktir Handverkshátíðar 2015 og enn er rúm fyrir fleiri því betra er að vinnan dreifist á margar hendur.

Allir eru velkomnir til starfa, jafnt börn sem fullorðnir, og störfin eru fjölbreytileg, skemmtileg og unnin í góðum félagsskap 🙂

Einnig biður félagið um að hvert heimili styðji starfsemi þess og hjálparsveitarinnar Dalbjargar með því að gefa 2 skúffukökur eða 2 gulrótakökur til hátíðarinnar. Uppskriftir eru hér neðst á síðunni ef einhvern skortir slíkar.

Þeir sem eru klárir í einhverja vinnu, eldhús, veitingasölu, gæslu eða aðra umhirðu, eru beðnir að hringja í Óskar í síma 869-2363. Í sama númer má skrá bökunarloforð.

Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

 

Vaktaplan fyrir sjálfboðaliða Samherja á Handverkshátíðinni er svona:

Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 4 á hverja vakt

09:00 – 13:00
12:00 – 16:00
15:00 – 20:00

Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 10 á hverja vakt

11:00 – 15:30
15:30 – 20:00

Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu.
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.

Höfum gaman saman á Handverkshátíð 2015 🙂
Köku-uppskriftir fyrir Handverkshátíð