Handverkshátíð – sjálfboðaliðar óskast

Það hefur gengið nokkuð vel að manna vaktir Handverkshátíðar 2013 en enn er rúm fyrir fleiri því betra er að vinnan dreifist á margar hendur.

Allir eru velkomnir til starfa, jafnt börn sem fullorðnir, og störfin eru fjölbreytileg, skemmtileg og unnin í góðum félagsskap 🙂

Einnig biður félagið um að hvert heimili styðji starfsemi þess og hjálparsveitarinnar Dalbjargar með því að gefa 2 skúffukökur eða 2 gulrótakökur til hátíðarinnar.  Uppskriftir eru hér á síðunni ef einhvern skortir slíkar.

Þeir sem eru klárir í einhverja vinnu, eldhús, veitingasölu, gæslu eða aðra umhirðu, eru beðnir að hringja í Valgerði í síma 862-7854 eða Sigga í síma 821-3240.  Í sömu númerum má skrá bökunarloforð.

Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

Höfum gaman saman á Handverkshátíð 2013.