Handverkshátíð lokið – ómetanlegt starf sjálfboðaliða.

Nú er Handverkshátíð lokið og framkvæmd hennar gekk vel. Sjálfboðaliðar félagsins, sem voru af öllum stærðum og gerðum, unnu félaginu nær ómetanlegt gagn með vinnu sinni. Veitingasala Handverkshátíðar, sem félagið stendur að ásamt Hjálparsveitinni Dalbjörgu, er mikilvægasta fjáröflun félagins og án hennar væri starfið fábreyttara og æfingagjöld hærri.
Hafið bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag og skemmtilega vinnutörn. 

Nánari samantekt á þessari löngu helgi verður birt hér síðar.