Handverkshátíð – langstærsta fjáröflun Umf. Samherjar.

Undirbúningur fyrir handverkshátíð er í fullum gangi. Þökkum góð viðbrögð sjálfboðaliða við beiðnum um vinnu og bakstur. Enn má þó bæta í sjálfboðaliðahópinn og dreifa þannig vinnuálaginu betur. Jafnframt er skortur á gulrótatertum en Dalbjörg og Samherjar hafa verið að biðla til heimila að leggja þeim til 2 skúffur af slíku eða 2 skúffur af skúffuköku.
Endilega hafið samband við Indu – 897 6098 eða Sigga 862 2181 ef þið hafið vinnufúsar hendur á ykkar snærum eða ef þið hafið ekki nú þegar tekið að ykkur að baka kökur. Auk fullorðins fólks vantar nokkuð upp á að smærri hjálparhendurnar séu orðnar nægilega margar til að vinnuálagið verði hæfilegt.