Handverkshátíð 2015

Handverkshátíðin er alltaf aðra helgina í ágúst og sjá Umf. Samherjar og hjálparsveitin Dalbjörg um veitingasölu og gæslu eins og undanfarin ár. Þetta er langstærsta fjáröflunarverkefni sem ungmennafélagið tekur þátt í ár hvert og skiptir sköpum fyrir starfsemi félagsins.

Stjórn félagsins vill hvetja félagsmenn á öllum aldri til að bjóða fram krafta sína þessa helgi, hvort sem er með vinnu í veitingasölu, eldhúsi, gæslu eða bakstri fyrir helgina.

Áhugasamir er beðnir að hafa samband við Óskar í síma 8692363 eða oskar@melgerdi.is.