Gönguferð á Kerlingu

Þá er komið að fjórðu og síðustu fjallgöngu sumarsins á vegum Ungmennafélagsins Samherja. Nú er stefnan tekin á að ganga á hæsta fjall Tröllaskagans, Kerlingu sem er 1538 m. hátt. Lagt verður af stað frá Finnastöðum sunnudaginn 31. ágúst kl. 11. Við reiknum með að gangan taki um 8 -10 klst. og minnum á að þessi gönguferð er nokkuð krefjandi og því ekki ætluð alls óvönu fólki né fylgdarlausum börnum. Að lokum þökkum við í stjórn Ungmennafélagsins fyrir góða mætingu í gönguferðir sumarsins og stefnum á að bjóða upp á fleiri skemmtigöngur næsta sumar 🙂

Göngukveðjur frá stjórn Samherja