Góður árangur á Akureyrarmóti

Akureyrarmótið í frjálsum íþróttum fór fram nú í dag, sunnudag, og áttum við nokkra fulltrúa þar. Þau stóðu sig að sjálfsögðu með miklu prýði og náðu mörg hver verðlaunasæti. Lilja Karlotta er Akureyrarmeistari í kúluvarpi en hún lenti einnig í 3. sæti í skutlukasti. Marianna var í 2. sæti í 60m spretthlaupi og í langstökki, Gabríel Snær varð í 3. sæti í kúluvarpi, Ósk Laufey lenti í 2. sæti í 600m hlaupi og Minna Kristín lenti í 3. sæti í kúluvarpi. Við óskum öllum okkar þátttakendum að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn 🙂