Góður árangur Samherja í badminton á Reykjavik International 2011

Samherjar tóku þátt í Unglingameistarmóti TBR sem var hluti af Reykjavik International 2011 sem fram fór dagana 14. – 15. janúar 2011.  Mótið var mjög sterkt enda tóku þátt öll þau bestu. Einnig komu spilarar frá Færeyjum og Svíþjóð.

Elmar, Haukur, Ólafur og Elvar spiluðu fyrir hönd Samherja og stóðu sig mjög vel.

Elmar og Haukur kepptu  í U-13 og stóðu sig mjög vel. Elmar tapaði fyrsta leiknum í einliðaleik og kom i aukaflokk og náði öðru sæti.  Haukur vann sinn fyrsta leik i einliðaleik og tapaði næsta fyrir Alexander frá ÍA sem vann silfur á mótinu. Haukur og Elmar kepptu saman í tvíliðaleik og töpuðu í undanúrslitum fyrir þátttakendum frá Færeyjum.

Elvar og Ólafur kepptu  í U-15 og stóðu sig einnig mjög vel. Elvar vann sína fyrstu tvo leiki í einliðaleik en  tapaði í fjórðungsúrslitum.  Ólafur tapaði sínum fyrsta leik í einliðaleik og kom í aukaflokk  og keppti fram til undanúrslita. Elvar og Ólafur kepptu báðir í tvenndarleik með tveim stúlkum frá Siglufirði og töpuðu þeirra fyrsta leik. Elvar og Ólafur kepptu líka í tviliðaleik og töpuðu í undanútslitum á móti þeim sem stóðu upp sem sigurvegarar.

Þetta var góð reynsla fyrir strákana og sýndi hversu góðir þeir eru!!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*