Gleði á Smábæjaleikum!

Samherjar tóku þátt í Smábæjaleikunum um liðna helgi, sem er skemmtilegt fótboltamót fyrir krakka og er haldið á Blönduósi. Við vorum með lið bæði í 6. og 7. flokki og stóðu bæði liðin sig frábærlega undir stjórn þjálfarans okkar, Orra Sigurjónssonar. 

Að loknu móti fengu allir verðlaunapening og þátttökubikar, auk þess sem 6. flokkur vann sinn riðil á mótinu og var að lokum í 2. sæti í sinni deild, af um 17 liðum. Það telst virkilega góður árangur og við erum mjög stolt af öllum keppendunum okkar.

Á laugardeginum var svo gert hlé á mótinu og horft á fyrsta HM-leik Íslands gegn Argentínu í félagsheimilinu á Blönduósi. Skemmst er frá því að segja að stemningin var gríðarleg!

Við þökkum öllum keppendum, foreldrum, þjálfaranum okkar, mótsstjórn, öðrum keppnisliðum og öllum sem komu að mótshaldinu kærlega fyrir góða helgi. 

Keppendur og þjálfari hress og kát eftir helgina! Efri röð frá vinstri: Frans, Alexander, Anton, Arnar Geir og Orri þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ólöf Milla, Freyja Rán, Hlynur Snær, Jónatan, Kristján og Einar Breki. Á myndina vantar Halldór Inga, Teit og Viktor Arnbro í 7. flokki.