Gjöf frá KSÍ

Mánudaginn 23. maí nk. kl. 14:30 mun Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu koma í heimsókn til okkar.  Ef veður verður gott stefnum við að því að vera á sparkvellinum en annars inni í íþróttahúsi.

Allir 16 ára og yngri knattspyrnuiðkendur, stelpur og strákar, eru hvattir til að mæta og taka við gjöf frá KSÍ. Um er að ræða DVD disk sem nefnist Tækniskóli KSÍ og er markmiðið með disknum að efla knatttækni komandi knattspyrnukynslóðar, hvetja til aukaæfinga og jákvæðrar hreyfingar.

Vonumst til að sjá sem flesta !
Stjórn Samherja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*