Frjálsíþróttamót UMSE

Í ljósi aðstæðna verður Aldursflokkamótið í sinni mynd fellt niður. Þess í stað hefur frjálsíþróttanefnd UMSE ákveðið að vera með 4 daga mót sem dreifist á 2 vikur og á fjóra velli, þar sem keppt verður í nokkrum greinum frjálsra íþrótta auk nokkurra óhefðbundinna íþróttagreina.

Að þessu sinni hefur verið ákveðið að hafa engin keppnisgjöld. Við leggjum áherslu á að um verði að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem gleði á að vera í fyrirrúmi og viljum hvetja bæði börn og fullorðna til þess að taka þátt í þessu með okkur. Engin verðlaun verða veitt fyrir keppnina, nema að loknu mótinu verður veittur stigabikar til þess félags sem flest stig hlýtur í mótinu (á uppskeruhátíð frjálsra íþrótta hjá UMSE).

Að lokinni keppni á hverjum stað verða léttar veitingar í boði UMSE og þess félags sem hefur umsjón. Þetta mót er öllum opið hvort sem það eru félög eru innan UMSE eða ekki og hvort sem lagt er stund á frjálsar íþróttir eða ekki. Skráning fer fram á keppnisstað.

Keppnisdagar, staðsetning, greinar og flokkar verða eftirfarandi:

Þriðjudagurinn 31. ágúst kl. 17:30 Árskógsvöllur Umf. Reynir.

Hástökk 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Víðavangshlaup 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Koddaslagur í sundlaug Opið öllum flokkar ákveðnir síðar (ath. taka með sundföt).

Fimmtudagurinn 2. sept. kl. 17:30 Þelamerkurvöllur Umf. Smárinn.

Langstökk 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Boltakast 8 ára og yngri, 9-10 ára

Þrístökk 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Óhefðbundið boðhlaup Opið öllum flokkar ákveðnir síðar

Mánudagurinn 6. sept. kl. 17:30 Svalbarðsstrandarvöllur Umf. Æskan.

60 m 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11 -12 ára

100 m 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Boðhlaup 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Stígvélakast

Fimmtudagurinn 9. sept. kl. 17:30 Dalvíkurvöllur Umf. Svarfdæla.

Kringlukast 13-14 ára og 15-16 ára og 17 ára og eldri

Spjótkast 11 -12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri

Kúluvarp 11 -12 ára, 13-14 ára og 15-16 ára og 17 ára og eldri

Þrautabraut Opið öllum flokkar ákveðnir síðar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*