FRJÁLSÍÞRÓTTA ÆFINGABÚÐIR

UMSE mun halda árlegar frjálsíþróttaæfingabúðir á Dalvík 4.-5. janúar.
Þjálfarar verða Unnar Vilhjálmsson, einn reyndasti frjálsíþróttaþjálfari landsins og Þórunn Erlingsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari og verkefnastjóri unglingalandsliðsmála hjá FRÍ.
Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri.  Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og gist verður í Dalvíkurskóla.
Gjaldið fyrir þátttöku í búðirnar er 4.500.- á mann. Ef einnig er tekið þátt í Nýársmóti er þátttökugjaldið 6.000.-. Innifalið er fullt fæði og gisting, allar æfingar og sund.
Búðirnar hefjast að loknu Nýársmóti UMSE í frjálsíþróttum laugardaginn 4. janúar.
Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri.
Félög utan UMSE eru velkomin til þátttöku.
Fararstjórar þurfa að fylgja þáttakendum frá hverju félagi (fararstjórar greiða ekki fyrir gistingu og fæði).
Skráning fer fram á netfanginu frjalsar@umse.is eða í síma 6602953 fyrir 30. desember.
Fyrirlestrar
Í tengslum við æfingabúðirnar verða tveir
opnir fyrirlestrar fyrir íþróttafólk. Sonja Sif Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur, mun fjalla um heilbrigðan lífstíl og Ellert Örn Erlingsson íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri mun fjalla um
markmiðasetningu í íþróttum.
Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og gist verður í Dalvíkurskóla.