Frisbígolf í sumar

Í sumar verða ekki frisbígolfæfingar á mánudögum eins og verið hefur!
Í staðinn ætla UMF. Samherjar að bjóða fólki í fimmtudagsdeild á vellinum sínum á Hrafnagili á fimmtudagskvöldum.
Þessir hittingar kosta ekki neitt og verða gerðir til þess að hafa gaman 🙂
Það verður hægt að fá diska lánaða á staðnum.
Það eru allir velkomnir og verður spilað í tveimur flokkum:
Lengra komnir (hvítir teigar)
Styttra komnir (rauðir teigar)
Nýjung! Ætlum að prufa að bjóða upp á svokallað “flex start”, það þýðir að þú mætir einhverntíman á milli 18 og 21 (bara þegar þér hentar). Þegar það eru komnir 4 einstaklingar þá fariði af stað frá holu 1. Þetta þýðir líka að vinahópar/fjölskyldur geta spilað saman ef þeir vilja 🙂
Endilega skráðu þig hérna á linknum fyrir neðan, Sjáumst á milli 18-21 á Hrafnagili í kvöld 🙂
p.s. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu hafið þá samband.

https://discgolfmetrix.com/?u=scorecard&ID=675546