Framundan í badmintoninu

Síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri hópunum verður laugardaginn 21.12. en þá mun æfingarhópunum verða skellt saman og farið í hópleiki og pakkaleik, eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Æfingin er því frá 10-12 og verður boðið upp á pizzu í lok tímans 🙂

Laugardaginn 28.12. ætlum við að vera með lítið jólamót fyrir bæði börn og fullorðna og fá til okkar smásamkeppni frá Akureyri en fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman. Mótið hefst kl. 10 hjá yngri hópum en kl. 14 hjá fullorðnum, með fyrirvara um fjölda þátttakenda. Ekki verður kynjaskipt og einhverjum hópum verður hugsanlega blandað saman. Skráning er hjá Jóa, þjálfara, í netfangið joikjerulf@gmail.com en skráningar þurfa að berast fyrir 26. desember. Þátttökugjald er kr. 1500.- fyrir fullorðna.

Hlökkum til að sjá sem flesta á milli jóla og nýárs 😊