Framundan í badminton

Laugardaginn 2. desember verður mót á Siglufirði og fellur æfingin því niður þann dag. Laugardaginn 9. desember verður jólatími þar sem báðir aldurshópar verða saman á milli 10 og 12. Reiknað er með því að allir komi með litla pakka, sem fara í aðrar hendur. Farið verður í leiki og fleira skemmtilegt gert. Síðasta æfing fyrir jólafrí verður svo laugardaginn 16. desember.