Frábær gönguferð á fjallið Bónda!!

Í dag, sunnudaginn 27. júlí, stóðu Samherjar fyrir gönguferð á fjallið Bónda. Níu vaskir göngumenn mættu til að taka þátt í ferðinni. Yngsti göngumaðurinn var 11 ára og sá elsti 75 ára. Hópurinn var ferjaður á bíl upp að efstu túnum í landi Hrafnagils og eftir það tók við ca 3,5 klst. ganga upp á topp en fjallið Bóndi er um 1337 m. hátt. Útsýnið af toppnum var stórfenglegt, veðrið var dásamlegt, félagsskapurinn frábær og allir stóðu sig eins og hetjur! Takk fyrir frábæran dag, kæru samferðarmenn og nú er bara að hefja undirbúning að næstu gönguferð sem er áætluð þann 31. ágúst en þá er stefnt að því að ganga á fjallið Kerlingu. Sú ferð verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Hér á myndinni má sjá gönguhópinn við upphaf göngunnar og að baki honum glittir einmitt í Bóndann sjálfan.

IMG_3125