Fótboltasumarið – leikjaniðurröðun

Fyrstu leikjum Samherja á Íslandsmóti var frestað fram í júní.  Vallaraðstæður og lokun búningsklefa spiluðu þar stórt hlutverk en þessi frestun hentar einnig vel fyrir liðin þar sem fótboltaæfingar sumarsins eru ekki farnar af stað.

Fyrir foreldra, liðsmenn og aðra sem vilja fylgjast með er hérna hlekkur á niðurröðun leikja í 4. flokki:

http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=30486

Og hérna er sömuleiðis hlekkur á niðurröðun leikja og stöðu í 5. flokki.

http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=30246

Athugið að í 4. aldursflokki og yngri er liðum heimilt að senda blönduð lið drengja og stúlkna til keppni í drengjaflokkum.

 

Að síðustu má geta þess að það vantar áhugasama foreldra úr hverjum flokki til þess að vera Óda þjálfara innan handar varðandi keppnisferðir, búningamál og slíkt.  Það vantar foreldra fyrir aldursbilið frá fyrsta bekk og upp í áttunda.  Endilega hafa samband við knattspyrnutengilið stjórnar Samherja, Sigurð Eiríksson, í síma 862-2181 eða með tölvupósti sigeiriks@gmail.com.