Fjölskyldan á Fjallið – gönguferð með Samherjum

Samherjar hafa ákveðið að standa fyrir léttum gönguferðum í sumar til að stuðla að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldna. Fyrsta fjölskyldugangan verður föstudagskvöldið 7. júní og hefst kl 19.30. Gengið verður upp með Reykánni og er áætlað að ferðin taki um klukkustund. Þeir sem vilja geta tekið með sér nesti. Lagt verður af stað frá bílaplaninu við Laugaborg. Stjórnin hvetur fjölskyldur til að mæta í þessa léttu fjölskyldugöngu:)