Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

Þar sem við erum byrjuð á því að renna yfir stórmót sumarsins er ómögulegt annað en gera Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina skil.

Ungmennasamband Eyjafjarðar gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Keppendur UMSE voru um 50 talsins og tóku þau þátt í  dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák.

Mótið fór vel fram í alla staði og var mikil ánægja með hátíðina í heild sinni. Um 50 tjöld og vagnar voru á tjaldstæði UMSE og er áætlað að um 180 manns hafi tekið þátt í grillveislunni á laugardagskvöldinu.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir okkar lið var þegar lið UMSE hlaut hinn eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“. Þá þótti innganga UMSE við setningu mótsins vekja mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill í okkar hlut að þessu sinni.

Í frjálsíþróttakeppninni voru að venju margir keppendur skráðir til leiks, eða tæplega 30. Alls unnum við til 20 verðlauna. Fjórir Unglingalandsmótsmeistaratitlar, átta silfurverðlaun og átta brons (þar af tveir iðkendur umf. Samherja). Eftirtaldir unnu til verðlauna:

• Dagbjört Ýr Gísladóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 14 ára
• Elín Brá Friðriksdóttir varð í 3. sæti í hástökki stúlkna 12 ára
• Freyja Vignisdóttir í 3. sæti í 200 m. hlaupi stúlkna 11 ára, 3. sæti í hástökki stúlkna 11 ára og í 3. sæti í langstökki stúlkna 11 ára
• Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í langstökk stúlkna 15 ára og í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 15 ára.
• Helgi Pétur Davíðsson í 2. sæti í 200 m. hlaupi pilta 11 ára og í öðru sæti í 600 m. hlaupi pilta 11 ára
• Karl Vernharð Þorleifsson varð unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti pilta 13 ára.
• Nökkvi Þeyr Þórisson í 2. sæti í 600 m. hlaupi pilta 12 ára
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir  (u.m.f. Samherjum) varð í 3. sæti í hástökki stúlkna 12 ára
• Steinunn Erla Davíðsdóttir unglingalandsmótsmeistari í 200 m. hlaupi stúlkna 18 ára og í 3 sæti í kúluvarp stúlkna 18 ára.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir  (u.m.f. Samherjum) varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 16-17 ára
• Þorri Mar Þórisson varð í 2. sæti í hástökki pilta 12 ára
• Þóra Björk Stefánsdóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 13 ára.
• Sveit UMSE í 4*100 m. boðhl. pilta 12 ára varð í örðu sæti.
• Sveit UMSE í 4*100 m. boðhl. stúlkna 15 ára varð í þriðja sæti.
• Sveit UMSE/Ármanns í 4*100 m. boðhl. stúlkna 18 ára varð Unglingalandsmótsmeistari.

Kveðja, Jóhanna Dögg.

UMSE frjálsíþróttaæfingar í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla

Kæra frjálsíþróttafólk og aðrir þeir sem áhuga hafa á að bætast í hópinn. Ég vil vekja athygli ykkar á því að Ari Heiðmann Jósavinsson þjálfari hjá UMSE er með sameiginlegar UMSE æfingar þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga fyrir annars vegar 11 ára og eldri og hins vegar 15 ára og eldri.

Hér í íþróttahúsinu í Hrafnagilisskóla er Ari með sameiginlega æfingu fyrir 11 ára og eldri á miðvikudagskvöldum frá klukkan 19:00 – 21:00.

Annars eru æfingarnar hjá honum á eftirfarandi tímum og stöðum:

Þriðjudagar frá kl.19:00-20:30 í Boganum, 11 ára og eldri.
Miðvikudagar frá kl.19:00-21:00 í íþróttahúsinu á Hrafnagili, 11 ára og eldri.
Föstudagar frá kl.13:00-16:30 í vaxtaræktinni (útihlaup) fyrir 15 ára og eldri.
Laugardagar frá kl.11:00-13:00 á Bjargi fyrir 15 ára og eldri.

Kveðja, Jóhanna Dögg.

U.m.f. Samherjar aldursflokkameistarar UMSE 2011

Það er ekki hægt að byrja á því að setja inn fréttir og úrslit frá mótum haustsins án þess að telja til og fjalla sérstaklega um Aldursflokkamót UMSE sem haldið var dagana 31. ágúst og 1. september á Þórsvellinum við Hamar á Akureyri. En Samherjar hlutu 322 stig og sigruðu því stigakeppnina. Smárinn hlaut 287 stig, Svarfdælir 176 stig, Æskan 124 stig og Reynir 108 stig. Nánari upplýsingar um úrslit stigakeppni félaganna má sjá hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/stigakeppni1730.htm og nánari upplýsingar um einföld úrslit keppenda (þrjú efstu sætin í hverri grein) má sjá hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/media/vmot1730.htm .

Sveinborg Katla Daníelsdóttir sigraði stangarstökkið í kvennaflokki og stökk yfir 2,90 metra, hún varð önnur í 800 metra hlaupi á tímanum 3:07,12 og þriðja í hástökki þar sem hún stökk yfir 1,29 m.

Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir sigraði spjótkastið í sínum aldursflokki og kastaði hún 35,52 metra, hún sigraði einnig langstökkið og stökk 5,03 metra. Þá varð hún önnur í 100 metra hlaupi á tímanum 13,87 sek.

Hermann Sæmundsson sigraði bæði 800 metra hlaupið í karlaflokki á tímanum 2:22,77 og 800 metra hindrunarhlaupið á tímanum 2:25,26. Þá varð hann annar í bæði hástökki (1,65 m) og langstökki (5,10 m).

Ágúst Örn Víðisson sigraði 600 metra hlaupið í flokki pilta 14 – 15 ára á tímanum 1:43,00. Hann varð annar í 800 metra hindrunarhlaupi á tímanum 2:27,28 og þriðji í 100 metra hlaupi á tímanum 13,71 sek.

Jón Smári Hansson sigraði í boltakasti í flokki pilta 10 – 11 ára og kastaði 38,13 metra. Hann varð annar í hástökki (1,16 m) og 400 metra hlaupi á tímanum 77,04 sek. Þá tók hann þriðja sætið í bæði langstökki (3,82 m) og 60 metra spretthlaupi á tímanum 9,65 sek.

Ragnar Ágúst Bergmann ákvað að halda sig við annað sætið á mótinu í flokki pilta 12 – 13 ára. En hann varð annar í langstökki (4,28 m), kúluvarpi (10,06 m) og 60 metra spretthlaupi á tímanum 8,91 sek.

Kolbrá Brynjarsdóttir var önnur í stúlknaflokki 10 – 11 ára í kúluvarpi og kastaði 6,06 metra.

Guðmundur Smári Daníelsson varð annar í spjótkasti í flokki pilta 12 – 13 ára og kastaði 33,58 metra. Hann varð síðan þriðji í 600 metra hlaupi á tímanum 2:09,13 mínútum.

Fjölnir Brynjarsson 13 ára varð í þriðja sæti í 600 metra hlaupi á tímanum 1:59,0 mínútum.

María Rós Magnúsdóttir varð í þriðja sæti í boltakasti stúlkna 10 – 11 ára og kastaði 27,38 metra.

Ágúst Máni Ágústsson varð í þriðja sæti í hástökki pilta 10 – 11 ára þegar hann stökk yfir 1,11 metra.

Hans Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og kom annar í mark í karlaflokki í 800 metra hlaupi, en hann hljóp á tímanum 3:06,86 mínútur.

U.m.f Samherjar unnu síðan hvert boðhlaupið á fætur öðru og hér fyrir ofan eru ekki þeir taldir upp sem urðu í 4. sæti eða aftar þó að þeir hafi náð að safna stigum fyrir félagið sitt. En við óskum öllum þeim sem tóku þátt í mótinu til hamingju með árangurinn sinn. Nánari upplýsingar um úrslit finnið þið á mótaforriti FRÍ http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib1730D1.htm og http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib1730D2.htm .

Bestu þakkir eru færðar þeim foreldrum og öðrum velunnurum íþróttarinnar eða iðkendanna
sem sáu sér fært að leggja hönd á plóg til að gera þetta mót framkvæmanlegt.

Bestu kveðjur, Jóhanna Dögg.

Innanhússmót í frjálsum o.fl.

Þá er vetrarstarfið farið af stað hjá okkur. Unnar Vilhjálmsson var ráðinn sem þjálfari til okkar í haust og er hann með æfingar alla þriðjudaga í tveimur hópum. Yngri hópurinn æfir strax eftir skóla frá klukkan 14:10 til klukkan 15:10. Eldri hópurinn æfir frá klukkan 15:10 til klukkan 16:30. Unnar er ykkur eflaust flestum að góðu kunnur. Hann er íþróttakennari að mennt og hefur margra ára reynslu bæði sem iðkandi í greininni og sem þjálfari. Við vonumst til þess að geta boðið upp á æfingar á gamla tímanum á fimmtudögum líka eins og verið hefur undanfarin ár, strax eftir áramót. Á síðustu æfingu voru 20 börn í yngri hópnum á æfingunni hjá honum. Þannig að starfið virðist fara mjög vel af stað.

En það er komið að fyrsta innanhússmótinu í vetur og verður það haldið af UFA í Boganum á Akureyri næstkomandi laugardag, 12. nóvember. Keppt verður í helstu flokkum frjálsra íþrótta í aldursflokkum 10 ára og eldri og þrautabraut verður hjá 9 ára og yngri iðkendum. Skráning fer fram hjá þjálfaranum okkar, Unnari Vilhjálmssyni (gsm.868-4547 eða unnarv@ma.is) eða hjá Jóhönnu Dögg ( johannadogg@gmail.com eða í gsm.867-9709). Nauðsynlegt er að tilkynna þeim um þátttöku í síðasta lagi á fimmtudaginn (10. nóvember). Ef um nýjan iðkanda er að ræða sem ekki hefur tekið þátt í mótum áður þá þurfum við líka að fá kennitölu til að geta nýskráð hann í mótaforrit FRÍ. 11 ára og eldri þurfa að ákveða í hvaða greinum þau ætla að keppa þegar þau skrá sig. 10 ára og yngri skrá sig bara á mótið, sama hvort þau taka þátt í öllum þrautunum eða ekki.

Keppnisgreinar 11 ára og eldri eru: 60 metra spretthlaup, 60 metra grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600 metra hlaup og stangarstökk.

Skráningargjald er kr.2000 fyrir 11 ára og eldri og kr.1500 fyrir 10 ára og yngri. Greiða þarf þátttökugjaldið áður en mótið hefst.  Hægt er að greiða keppnisgjaldið á staðnum, en athugið að það er EKKI POSI Á STAÐNUM.

Mótið hefst kl.10:00. Drög að tímaseðli má sjá á mótaforriti fri ( http://mot.fri.is og smella á “Nóvembermót UFA”).

Frjálsíþróttamót UMSE

Í ljósi aðstæðna verður Aldursflokkamótið í sinni mynd fellt niður. Þess í stað hefur frjálsíþróttanefnd UMSE ákveðið að vera með 4 daga mót sem dreifist á 2 vikur og á fjóra velli, þar sem keppt verður í nokkrum greinum frjálsra íþrótta auk nokkurra óhefðbundinna íþróttagreina.

Að þessu sinni hefur verið ákveðið að hafa engin keppnisgjöld. Við leggjum áherslu á að um verði að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem gleði á að vera í fyrirrúmi og viljum hvetja bæði börn og fullorðna til þess að taka þátt í þessu með okkur. Engin verðlaun verða veitt fyrir keppnina, nema að loknu mótinu verður veittur stigabikar til þess félags sem flest stig hlýtur í mótinu (á uppskeruhátíð frjálsra íþrótta hjá UMSE).

Að lokinni keppni á hverjum stað verða léttar veitingar í boði UMSE og þess félags sem hefur umsjón. Þetta mót er öllum opið hvort sem það eru félög eru innan UMSE eða ekki og hvort sem lagt er stund á frjálsar íþróttir eða ekki. Skráning fer fram á keppnisstað.

Halda áfram að lesa: Frjálsíþróttamót UMSE