Til foreldra 5. flokks drengja

Næstkomandi föstudag er leikur á Hvammstanga hjá 5. flokki. Brottför verður frá Hrafnagilsskóla kl 13:30 (Mæting norðan við íþróttahúsið). Að öllum líkindum verður farið á einum 14 manna bíl. Leikurinn verður kl. 17:00 og vonumst við til þess að vera komnir 1 klst. fyrir leik. Halda áfram að lesa: Til foreldra 5. flokks drengja

Dagskrá N1 móts 5. flokks Samherja

Þjálfari: Tryggvi Heimisson 898-3325
Liðsstjórar: Hans Rúnar (860-2064) og Adda Bára (867-7684)

 

Miðvikudagur 29. júní

17:00      Mæting hjá drengjunum með 9000 kr. mótsgjald. (innifalið keppnisgjald, matur og bíó)
17:55      Leikur – Samherjar – Reynir Sandgerði (á velli 3).

Strákarnir fá sér að borða strax eftir leik.

ca 19:00 sækja drengina.

Fimmtudagur 30. júní

10:45      Mæting
11:30      Leikur – Samherjar- Breiðablik 2 ( á velli 3)
12:00      Hádegismatur (eftir hád. mat heldur liðsstjóri utan um hópinn fram að næsta leik)
15:00      Leikur – Samherjar – Fjölnir (á velli 3)
17:00      Kvöldmatur
18:30      Leikur – Samherjar – Keflavík ( á velli 1)
19:00      Sækja drengina

Föstudagur 1. júlí

10:45      Mæting
11:30      Leikur – Samherjar – KR. ( á velli 2)
12:00      Hádegismatur
15:00      Leikur – Samherjar – Ægir/Hamar ( á velli 3)
16:00      Borgarbíó (mr. Propers penguins – salur A).
17:30      Sækja drengina v/ Borgarbíó

Laugardagur 2. júlí

Dagskrá auglýst síðar þar sem um úrslitaleiki er að ræða.


Gjöf frá KSÍ

Mánudaginn 23. maí nk. kl. 14:30 mun Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu koma í heimsókn til okkar.  Ef veður verður gott stefnum við að því að vera á sparkvellinum en annars inni í íþróttahúsi.

Allir 16 ára og yngri knattspyrnuiðkendur, stelpur og strákar, eru hvattir til að mæta og taka við gjöf frá KSÍ. Um er að ræða DVD disk sem nefnist Tækniskóli KSÍ og er markmiðið með disknum að efla knatttækni komandi knattspyrnukynslóðar, hvetja til aukaæfinga og jákvæðrar hreyfingar.

Vonumst til að sjá sem flesta !
Stjórn Samherja