Fótboltaæfingar hefjast á miðvikudag

Fótboltinn hjá Óda byrjar miðvikudaginn 14. maí.  Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum í sumar.  Klukkan 18:00 hefst æfing hjá 6. flokki og lýkur henni um klukkan 19:15 .  Klukkan 19:30 hefst æfing hjá 4. og 5. flokki og lýkur henni um klukkan 21:00.  Strákar og stelpur eru saman á æfingum.

Flokkaskipting er eftirfarandi skv. reglugerð KSÍ:

4. flokkur = þau sem verða 13 ára og 14 ára á árinu.
5. flokkur = þau sem verða 11 ára og 12 ára á árinu.
6. flokkur = til og með því almanaksári sem þau verða 10 ára.

 

Leikir fjórða og fimmta flokks Samherja á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Ódi þjálfar liðin eins og í fyrra.  Íslandsmótið var skemmtilegt í fyrra og verður ekki síðra í ár.

Leikir 4. flokks á Íslandsmóti KSÍ í knattspyrnu eru eftirfarandi:

sun. 15. jún

13:00 4. flokkur karla 7 C Ólafsfjarðarvöllur KF/Dalvík Samherjar

sun. 15. jún

15:00 4. flokkur karla 7 C Ólafsfjarðarvöllur Samherjar Einherji
 

sun. 13. júl

15:00 4. flokkur karla 7 C Vopnafjarðarvöllur Samherjar KF/Dalvík
sun. 13. júl 17:00 4. flokkur karla 7 C Vopnafjarðarvöllur Einherji

Samherjar

 
sun. 10. ágú 13:00 4. flokkur karla 7 C Hrafnagilsvöllur KF/Dalvík

Samherjar

sun. 10. ágú 17:00 4. flokkur karla 7 C Hrafnagilsvöllur Samherjar

Einherji

Leikir 5. flokks á Íslandsmóti KSÍ í knattspyrnu eru eftirfarandi:

1

lau. 24. maí 13:00 5. flokkur karla B-lið E2 Hrafnagilsvöllur Samherjar KA 3
 
2 þri. 03. jún 15:00 5. flokkur karla B-lið E2 Þórsvöllur Þór 2

Samherjar

 

3

mið. 11. jún 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 Hrafnagilsvöllur Samherjar KF/Dalvík
 

4

þri. 24. jún 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 Blönduósvöllur Kormákur/Hvöt Samherjar

5

mán. 30. jún 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 Hrafnagilsvöllur Samherjar KA 2
 
6 mán. 14. júl 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 KA-völlur KA 3 Samherjar
 

7

fim. 17. júl 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 Hrafnagilsvöllur Samherjar Þór 2
 
8 mið. 13. ágú 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 Ólafsfjarðarvöllur KF/Dalvík Samherjar
 

9

mán. 18. ágú 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 Hrafnagilsvöllur Samherjar Kormákur/Hvöt
 

10

fös. 22. ágú 17:50 5. flokkur karla B-lið E2 KA-völlur KA 2 Samherjar

Leikdagur 6. flokks er ekki kominn á hreint ennþá.

 

 

Samherjar á N1 móti.

Að vanda taka Samherjar þátt í N1 móti KA fyrstu helgina í júlí.  Þetta er mót fyrir 5. flokk og er leyfilegt að mæta með blandað lið drengja og stúlkna.

Hér er hlekkur á upplýsingar varðandi mótið en það á eftir að ljúka samningum við KA um keppnisgjald.  Það er þó klárt að það verður mun lægra en hjá þeim liðum sem eru í gistingu eða sambærilegt við það sem félagar okkar í Þór munu greiða.

http://www.ka-sport.is/n1motid/2013/

 

 

Íslandsmót í fótbolta og fleira fótboltatengt.

Búið er að skrá 6. flokk drengja og stúlkna til þátttöku á Íslandsmóti í fótbolta. Keppt er í 5 manna liðum. Einnig er búið að skrá lið í 4. flokk og 5. flokk drengja en þar er keppt í 7 manna liðum og heimilt að hafa blönduð lið drengja og stúlkna. Á aðalfundi félagsins, fimmtudagskvöldið 14. mars, er upplagt að ræða fyrirkomulag á æfingum í sumar og þátttöku á öðrum mótum.