Íslandsmót unglinga í borðtennis

Um næstu helgi er Íslandsmót unglinga í borðtennis í TBR húsunum.

Þetta er góður vettvangur til að reyna sig og sjálfsagt fyrir þá iðkendur sem náð hafa nokkurri færni að taka þátt.

Ákvörðun um ferðatilhögun verður tekin þegar ljóst er hversu margir ætla með, hvort einhverjir foreldrar komast og svo framvegis.

Undirritaður mun allavega fara til mótsins og eins og staðan er núna eru amk 3 keppendur ákveðnir í þátttöku.

Foreldrar og iðkendur eru beðnir að hafa samband við þjálfara til að fá nánari upplýsingar – sigeiriks@gmail.com.

Hér meðfylgjandi er mótsboð en skráningar þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi á miðvikudag.

Sigurður Eiríksson

íslandsmót unglinga 2015.

1. mars 2015 fer í sögubækur Samherja

Í dag var fyrsti leikur Umf. Samherja á Íslandsmóti í borðtennis.  Spiluð er norðurlandsdeild í fyrsta skipti í mörg ár og eru liðin frá Akri á Akureyri – 4 lið, Samherjum – 2 lið og Æskunni – 1 lið.  Í dag spiluðu sveitir Samherja innbyrðis og lauk viðureigninni með sigri Samherja enda er það við hæfi í svona sögulegum leik 🙂 .  Sveitirnar í dag skipuðu Jón Elvar Hjörleifsson, Ólafur Ingi Sigurðarson og Jónas Bjork annars vegar og Gísli Brjánn Úlfarsson, Sigurður Ingi Friðleifsson og Sigurður Eiríksson hins vegar. Fleiri iðkendur munu koma að sveitunum í mótinu en svona voru liðin skipuð í dag.  Næstu leikir eru fyrirhugaðir við Akur næsta miðvikudag á þeirra heimavelli og síðan við Æskuna næsta sunnudag hér hjá okkur.

 

Æfingabúðir í borðtennis

Um næstu helgi stendur Borðtennisnefnd UMSE fyrir æfingabúðum í borðtennis í samstarfi við okkur hjá Samherjum.  Við verðum gestgjafarnir að þessu sinni en kennari verður hann Bjarni frá Borðtennissambandi Íslands.  Einnig verður Sigurður hjá Pingpong.is með í för og hann ætlar að vera með hluta af vöruúrvalinu sínu meðferðis.  Það verður því væntanlega hægt að kaupa spaða hjá honum en margir spilarar hjá félaginu eru í þörf fyrir að fá sér betri spaða en félagið býður upp á.

Æfingabúðirnar verða í þremur lotum.  Fyrsta lotan er milli 9 og 12 á laugardag og önnur ,milli 14 og 17 þann dag.  Þriðja lotan verður svo frá 9 – 12 á sunnudeginum 30. nóv.   Klukkan 13:00 hefst síðan opið borðtennismót.

Það eru ekki aldurstakmörk í æfingabúðirnar og þær eru iðkendum að kostnaðarlausu.  Það er frjálst að mæta í eina lotu eða fleiri eftir því hvað hverjum hentar og hvaða tíma hann hefur.  Mótsgjöld í borðtennismótinu eru 500 krónur fyrir hvern þátttakanda.

Nýtum nú tækifærið, yngri sem eldri, og fjölmennum um næstu helgi.

Nánari upplýsingar veita Sigurður og Ólafur Ingi borðtennisþjálfarar.

Borðtennis í íþróttasalnum alla sunnudagsmorgna milli 11 og 12.

Körfuboltinn hjá Samherjum verður nú geymdur á hillunni þangað til næsta haust vegna ónógrar þátttöku.

Félagið hefur sagt körfuboltatímanum á miðvikudagskvöldum, milli 21 og 22, lausum en hyggst halda sunnudagstímanum áfram en nýta hann nú fyrir borðtennis.  Um er að ræða opinn tíma, án þjálfara, þar sem eldri spilarar félagsins geta komið og spilað borðtennis í íþróttasalnum.  Athugið að börn eru reyndar einnig velkomin ef þau eru í fylgd með fullorðnum.