Úrslitakeppni í 2. deild BTÍ á morgun

Klukkan 10 í fyrramálið er úrslitakeppni BTÍ í 2. deild liða í borðtennis í íþróttahúsi Glerárskóla.  Þar keppa okkar menn í Samherjum B um sæti í fyrstu deild en í B sveitinni eru þeir Ingvi Stefánsson, Gísli Úlfarsson, Jón Elvar Hjörleifsson, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Rósberg Óttarsson og Sigurður Ingi Friðleifsson.

Endilega mæta og hvetja Samherja áfram.  Það er ekki sjálfgefið að komast í þetta umspil en þeir eru búnir að standa sig geysilega vel síðari hluta vetrar.  Liðið sem þeir keppa við er A sveit BH en hún var taplaus í sínum riðli svo þessi leikir verða afar áhugaverðir á að líta.

Hér er tengill í prýðis frétt Páls Jóhannessonar á akureyri.net um keppnina.

Áfram Samherjar

Stór dagur hjá Samherjum í borðtennis

Í dag lauk keppni í riðlakeppni 2. deildar norður í Íslandsmótinu í borðtennis.  Spilaðar voru 3 viðureignir sem hafði verið frestað og var meðal þeirra viðureign Samherja B og Akurs B en sigur í þeirri viðureign var báðum liðum nauðsynlegur til þess að ná 2. sæti riðilsins og þar með sæti í úrslitakeppninni.

Stutta útgáfan af deginum er sú að Samherjar B sigruðu leikinn og líka frestaðan leik sinn við Akur C og eru því komnir í úrslitakeppni annarrar deildar og spila innan skamms um sæti í fyrstu deild.  Til hamingju drengir og allir Samherjar.  Leikinn spiluðu Jón Elvar, Jóhannes og Ingvi og voru þeir nokkuð öruggir þrátt fyrir að æfingasóknin hefði getað verið betri að undanförnu.

Þar með er búið að gera grein fyrir tveimur leikjum og einn eftir.  Þar var um að ræða frestaðan leik Samherja A við Akur C en Samherjar A hafa ekki unnið leik í vetur þótt stundum hafi legið nærri.  Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu að þessu sinni og fara því ekki í gegn um mótið án sigurs.  Leikinn spiluðu Úlfur, Sindri og Heiðmar fyrir hönd Samherja og Úlfur átti innkomu dagsins en hann vann sinn einliðaleik örugglega.  Þarna var iðjusemi hans (og akstur til Reykjavíkur á landsliðsvalsæfingar) að skila sér.

Í framhaldi af þessu má nefna að það verður erfitt að ná meiri fjölda eða halda við getustigi þessa unga fólks nema það fái frjálsan aðgang að borðtennisborði til æfinga og leiks.  Við verðum því að leggja allt okkar traust á velvilja Hrafnagilsskóla til þess að hliðra til og leyfa borðtennisborði að standa í gamla anddyrinu eins og það gerði hér fyrr á tíð.  Ef börnin ná aðgangi að því að loknum skólatíma auðveldar það bæði nýliðun og framfarir.

En nóg um það í bili.  Til hamingju með þennan árangursríka dag Samherjar. Myndir koma á Facebook síðuna.

Bestu kveðjur

Borðtennisþjálfararnir.

Íslandsmót unglinga í borðtennis verður dagana 5. og 6. mars í KR heimilinu við Frostaskjól.

Hér að neðan er boðsmót á Íslandsmót unglinga í borðtennis.  Skráningarfrestur rennur út á þriðjudag.  Á mánudagskvöldið kl. 20 eru foreldrar beðnir að mæta á undirbúningsfund í Hrafnagilsskóla.  Þeir sem eru óákveðnir mæta að sjálfsögðu líka til að fá upplýsingar.   Í fyrra fóru 5 krakkar á mótið og þeir ættu ekki að verða færri núna.  Ef þið hafið brennandi spurningar fyrir undirbúningsfundinn þá er best að hafa samband við þjálfara.  sigeiriks@gmail.com  eða 463-1439.

Íslandsmót unglinga í borðtennis 2016 
Íslandsmót unglinga í borðtennis 2016 fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól 5.-6. mars 2016. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.  Leikið verður í fimm aldursflokkum drengja og stúlkna í einliðaleik, fjórum aldursflokkum í tvíliðaleik og þremur aldursflokkum í tvenndarkeppni sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót.

Laugardaginn 5. mars verður leikið í tvenndarkeppni og keppt í riðlum í einliðaleik. Leikið verður upp úr riðlum fram að undanúrslitum.  Sunnudaginn 6. mars verður leikið í tvíliðaleik og til úrslita í einliðaleik.  Dagskrá lýkur með sameiginlegri verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka.

Dagskrá  Laugardagur 5. mars

Tvenndarkeppni:
11.00 Tvenndarkeppni -15 ára, fædd 2001 og síðar
15.00 Tvenndarkeppni 16-18 ára, fædd 1998-2000
15.00 Tvenndarkeppni 19-21 árs, fædd 1995-1997
Einliðaleikur að undanúrslitum:
11.00 Einliðaleikur hnokka -11 ára, fæddir 2005 og síðar
12.00 Einliðaleikur táta -11 ára, fæddar 2005 og síðar
12.00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2003-2004
13.00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2003-2004
14.00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2001-2002
14.00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2001-2002
15.30 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 1998-2000
16.00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 1998-2000
16.00 Einliðaleikur ungmenna drengja 19-21 árs, fæddir 1995-1997
16.00 Einliðaleikur ungmenna stúlkna 19-21 árs, fæddar 1995-1997

Sunnudagur 6. mars

Tvíliðaleikur:
11.00 Tvíliðaleikur pilta -13 ára, fæddir 2003 og síðar
11.00 Tvíliðaleikur telpna -13 ára, fæddar 2003 og síðar
11.00 Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 1998-2000
11.00 Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 1998-2000
12.00 Tvíliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2001-2002
12.00 Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2001-2002
12.00 Tvíliðaleikur ungmenna drengja 19-21 árs, fæddir 1995-1997
12.00 Tvíliðaleikur ungmenna stúlkna 19-21 árs, fæddar 1995-1997

Einliðaleikur undanúrslit og úrslit:
13.00 Einliðaleikur hnokka -11 ára, fæddir 2005 og síðar
13.00 Einliðaleikur táta -11 ára, fæddar 2005 og síðar
13.00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2003-2004
13.30 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2003-2004
13.30 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2001-2002
13.30 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2001-2002
13.30 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 1998-2000
14.00 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 1998-2000
14.00 Einliðaleikur ungmenna drengja 19-21 árs, fæddir 1995-1997
14.00 Einliðaleikur ungmenna stúlkna 19-21 árs, fæddar 1995-1997

Verðlaunaafhending í öllum flokkum verður sunnudaginn 6. mars að loknum úrslitaleikjum

Fyrirkomulag keppni  Keppt verður í riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti. Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með einföldum útslætti skv. reglugerð um Íslandsmót. Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Ef eingöngu tveir keppendur eru skráðir í flokk í einliðaleik fer úrslitaleikurinn fram sunnudaginn 6. mars. Við röðun í mótið verður farið eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ.  Leikið verður á Stiga Expert borðum með hvítum þriggja stjörnu Stiga plastkúlum.  Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.  Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjöld og skráning
Þátttökugjald er 2.000 kr. í einliðaleik og 2.000 kr. fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.000 kr. á mann) samkvæmt ákvörðun stjórnar BTÍ.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 1. mars kl. 20.  Skráningum skal skilað til mótstjórnar með skráningu á vef Tournament Software á slóðinni http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=D49054D2-F97D-48F4-93AF61992908F782.
Leiðbeiningar um skráningu í gegnum Tournament Software má finna á vefsíðu BTÍ, www.bordtennis.is. Ef vandkvæði eru með skráningu á vefnum má einnig skila skráningu til mótsstjórnar.  Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ.  Dregið verður í mótið í Íþróttahúsi Hagaskóla miðvikudaginn 2. mars kl. 20:00.  Samkvæmt reglugerð er þátttaka á Íslandsmótum aðeins heimil íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgururum sem hafa verið búsettir og átt lögheimili á Íslandi í fimm ár þegar mót fer fram.

Mótstjórn
Aldís Rún Lárusdóttir, gsm. 665 6330, aldisrun@gmail.com
Ásta M. Urbancic, gsm. 895 96 93, astaurb@gmail.com
Kristján Viðar Haraldsson, gsm. 820 0007 , kristjan.haraldsson@gmail.com
Nöfn yfirdómara verða tilkynnt fljótlega.
Fyrir hönd Borðtennisdeildar KR  Ásta M. Urbancic