Úrslitakeppni í Reykjavík.

Bandýliðið gerði fína ferð í borgina í gær á úrslitakeppni deildarkeppninnar. Enduðum í 3 sæti og spiluðum svo leik við HK eftir mótið sem endaði 2-3 fyrir HK þó okkur hafi liðið eins og við hefðum unnið 😀 
HK eru nefnilega langt á undan öðrum liðum í þessari íþrótt á Íslandi og taka því ekki þátt í deildarkeppni t.d. þar sem þeir þykja einfaldlega of góðir. Í staðinn hafa þeir verið að miðla reynslu ásamt því að skipuleggja og dæma á mótum sem hefur reynst mjög dýrmætt fyrir hin liðin. Þetta á þó vonandi eftir að breytast núna á næstu árum þegar sportið heldur áfram að stækka hér á landi og vonandi að HK fari að fá alvöru samkeppni