Badminton mót á Þorlákshöfn laugardaginn 7. febrúar

Laugardaginn 7. febrúar fer fram Unglingameistaramót í badminton í B&C flokki. Mótið fer fram í Þorlákshöfn og spilað er í flokkum U11-U19. Undanfarin ár hefur farið nokkuð fjölmennur hópur frá Samherjum á þetta mót og haft gaman af. Þar sem spilað er í B&C flokki hentar þetta mót nánast öllum sem eitthvað kunna í badminton. Lagt verður af stað til Þorlákshafnar á föstudeginum og keyrt heim að móti loknu á laugadeginum. Samherjar greiða niður þetta mót fyrir keppendur sína og standa straum af kostnaði (akstri, gistingu, og keppnisgjöldum). Við hvetjum alla sem hafa verið að taka þátt í badmintoninu í vetur til að skrá sig hjá Sonju þjálfara í síma 699-3551. Skráningu lýkur raunar í dag, svo nú er um að gera að hafa hraðar hendur 🙂

Badmintonmót á Siglufirði helgina 6.-7. desember

Helgina 6.-7. desember fer fram unglingamót TBS á Siglufirði. Samherjar ætla að fara á þetta mót með sem flesta keppendur.

Mótið hefst kl 9.30 á laugardeginum og líklegt er að þeir sem keppa í U-11 keppi bara annan daginn (trúlega laugardaginn).

Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í U-13, U-15 og U-17 en í U-11 er keppt í einliðaleik og aukaflokki.

Mótsgjöld í öllum flokkum eru 1200 kr. fyrir einliðaleik og 1000 kr. fyrir tvenndar- og tvíliðaleik.

Skráningar þurfa að berast Hauki Gylfa í síma 862-3224 fyrir mánudaginn 1. desember.

Allir Samherja iðkendur eiga erindi á þetta mót, jafnt byrjendur sem lengra komnir svo við hvetjum alla til að skrá sig og taka þátt 🙂

Unglingamót TB-KA í badminton

Mótið verður haldið í Höllinni á Akureyrir laugardag og sunnudag (4-5 okt)

Mæting í höllina er eftirfarandi fyrir hvern aldur

U-11 mæting kl 8:30 byrja að spila kl 9:00  á laugardaginn (klárast á laugardag)

U-13 mæting kl 9:20 byrja að spila kl 9:50 á laugardaginn

U-15 mæting kl 9:45 byrja að spila kl 10:15 á laugardaginn

U-17 mæting kl 10:10 byrja að spila kl 10:40 á laugardaginn

U-19 mæting kl 13:30 byrja að spila kl 14:00 á laugardaginn

Ef keppandi vill athuga hvernig hann er að spila þá er hægt að fara inn á badminton.is , fara þar inn á næstu viðburði og velja unglingamót TB-KA, velja svo hér inn á niðurröðun og finna svo aldurinn sem barnið er að keppa í. Ef einhverjar spurningar eru þá er hægt að hafa samband við þjálfarana Elvar og Sonju.

“Ivansmót” í badminton

Samherjar halda vormót fullorðinna (og unglinga sem vilja keppa í fullorðinsflokki) í badminton annað kvöld, föstudagskvöldið 13. júní.  Mótið er haldið þetta kvöld í tilefni af því að Ivan þjálfari er í heimsókn heima hjá sér núna í þrjár vikur.  Mætum sem flest, förum í pottinn á eftir og skröfum síðan og höfum gaman fram eftir kvöldi.  Mótið byrjar 17:15 og keppnisgreinar verða ákveðnar með tilliti til þátttöku.