Búningaæfing í badminton á laugardaginn!

Nú er orðið  stutt í Öskudaginn og af því tilefni ætlum við hafa búningaæfingu í badmintoninu á laugardaginn. Allir krakkar, bæði í miniton og þeir sem eldri eru, eru hvattir til að mæta í búningum og spila þannig 🙂 Hlökkum til að sjá ykkur og við lofum skemmtilegri æfingu 🙂

Svo er vert að minna á að allar æfingar á vegum félagsins falla niður meðan vetrarfrí Hrafnagilsskóla stendur yfir.

Veður hamlar för.

Veðurspá dagsins er afleit og reiknað með að færð spillist á fjallvegum eftir hádegið í dag.  Það er ekki forsvaranlegt að leggja í langferð með íþróttahópa undir slíkri spá. Okkur er því nauðugur einn kostur að tilkynna að ekkert verður af fyrirhugaðri ferð badmintonkeppenda til Þorlákshafnar.

Upplýsingar fyrir Þorlákshafnarmótið

Lagt verður af stað með lítilli rútu frá íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla kl 15.00 föstudaginn 6. feb.  Allir sem gista í Þorlákshöfn þurfa að hafa með sér dýnu, rúmföt og annan fatnað. Keppendur þurfa sjálfir að sjá um allan mat í ferðinni, gott að hafa með sér nesti fyrir rútuferðina en á báðum leiðum er gert ráð fyrir einu „kvöldmatarstoppi“ þar sem hægt er að kaupa sér eitthvað. Í Þorlákshöfn gistum við í skólastofum og höfum aðgang að ísskáp til að geyma t.d. morgunmat í. Líkt og fyrr greinir, greiða Samherjar keppnisgjöld, rútukostnað og gistingu fyrir alla keppendur. Góða skemmtun 🙂