Breyttur æfingatími í sundi

Eins og tilkynnt var á síðustu sundæfingu þarf af óviðráðanlegum orsökum að breyta æfingatímanum í sundi. Frá 1. nóvember verða æfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum á eftirfarandi tímum:

Hornsíli (yngsti hópur) verða frá kl. 16:15 – 16:45

Höfrungar (miðhópur) frá kl. 16:45 – 17:30

Flugfiskar (elsti hópur) frá kl. 17:30 – 18:45 ásamt laugardagsæfingum frá kl. 9:30 – 10:30

Æfingabúðir í Ólafsfirði

Samherjar fara í badmintonæfingabúðir á Ólafsfirði þann 6. nóvember 2010. Æfingabúðirnar eru gott tækifæri fyrir bæði byrjendur og lengra komna til að bæta sig og hitta aðra badmintoniðkendur frá öðrum félögum.

Þjálfari í æfingabúðunum er Snjólaug Jóhannsdóttir frá TBR.

Áætlað er að leggja af stað á laugardeginum þann 6. nóv. kl. 09.00 frá Hrafnagilsskóla í einkabílum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Ivan eða Ivalu í síma 891 6694 eða kristnes7@simnet.is.

Foreldrar eru velkomnir með.

Þátttökugjald er 2.000 – 3.000 kr.

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt!

Halda áfram að lesa: Æfingabúðir í Ólafsfirði

Frjálsar íþróttir

Líkt og þið mörg hafið tekið eftir eru æfingar í frjálsum ekki hafnar en búið var að tilkynna að þær myndu hefjast í síðustu viku. Ástæðan er sú að Ari Jósavinsson er hættur störfum fyrir Samherja og ekki hefur tekist að finna þjálfara í hans stað. Engu að síður ætlum við að hefja æfingar fimmtudaginn 23. sept.  og hefur Sveinborg Katla umsjón með þeim þar til annar þjálfari verður ráðinn. Við munum láta vita af framvindu málsins hér á heimasíðunni.

Ný æfingatafla fyrir haustönn 2010

Æfingar á haustönn 2010 hefjast mánudaginn 6. september. Æfingataflan er hér en hún gæti breyst hvað varðar æfingatíma hjá eldri stúlkum og konum í fótbolta.

Að tillögu þjálfara þá verða ekki sérstakar fótboltaæfingar fyrir stúlkur heldur eru allir saman á æfingum.

Tímar í bandí sem voru í fyrra á föstudögum kl. 20 eru ekki á töflunni en eftir er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir þeim áfram.

Æfingar hjá Ara hefjast ekki fyrr en þriðjudaginn 14. september.

Æfingagjöldin verða þau sömu og fyrir haustönnina 2009. Upplýsingar um þau má finna hér vinstra megin undir hlekknum um bankaupplýsingar.

Stjórn Samherja.