Búningaæfing í badminton á laugardaginn!

Nú er orðið  stutt í Öskudaginn og af því tilefni ætlum við hafa búningaæfingu í badmintoninu á laugardaginn. Allir krakkar, bæði í miniton og þeir sem eldri eru, eru hvattir til að mæta í búningum og spila þannig 🙂 Hlökkum til að sjá ykkur og við lofum skemmtilegri æfingu 🙂

Svo er vert að minna á að allar æfingar á vegum félagsins falla niður meðan vetrarfrí Hrafnagilsskóla stendur yfir.