Breytingar í badmintoninu – Ivan í ársleyfi.

Eins og mörgum mun kunnugt er Ivan Falck-Petersen fluttur til Grænlands og hyggst búa þar og starfa næsta árið.

Badmintonþjálfunin verður í umsjá Ivalu Birnu Falck-Petersen og henni til aðstoðar verða Þorgerður Hauksdóttir, Haukur Gylfi Gíslason og Elvar Jóhann Sigurðsson.  Æfingatímar verða óbreyttir frá haustönn.

Upplagt er fyrir áhugasama að prófa badminton núna í upphafi annar.  Það er tekið vel á móti byrjendum, jafnt börnum sem fullorðnum, og félagið á badmintonspaða fyrir iðkendur.