Borðtennismóti frestað til 15. nóvember.

Mótanefnd borðtennissambandsins og undirritaður ákváðu fyrr í dag að fresta aldursflokkamótinu sem fyrirhugað var hjá okkur um næstu helgi.  Ástæður þess eru nokkrar og að öllu samanlögðu töldum við að mótið yrði betra ef það yrði haldið síðar.  Það er því helgin 14. og 15. nóvember sem þið eigið að taka frá í sameiginlegar æfingabúðir, kvöldvöku og síðan keppni á sunnudeginum.

Ég vil í framhaldinu vekja athygli á því að Dímon á Hellu/Hvolsvelli heldur aldursflokkamót núna 24. október.  Ef einhverjir hafa áhuga á því að fara á það mót þá gæti það verið góð afþreying í vetrarfríinu.  Hafið samband við þjálfara ef áhugi er fyrir hendi.