Borðtennismót sunnudaginn 19. janúar

Á sunnudaginn ætlum við að halda borðtennismót í íþróttahúsinu okkar.  Mótið er fyrir alla, hvort sem þeir æfa með félaginu eða ekki, og það kostar ekki neitt að taka þátt.  Keppendum verður skipt eftir getu eða aldri eða hvoru tveggja.  Leitast verður við að sem flestir fái að reyna sig við jafningja, jafnt byrjendur sem lengra komnir.

Allir aldursflokkar eru velkomnir og foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börnum sínum og sýna hvað í þeim býr. Mótið byrjar klukkan 12:00 og lýkur í síðasta lagi klukkan 15:00.