Borðtennisæfingar – byrjendur og hinir

Það hefur víst farið fram hjá einhverjum að borðtennisæfingarnar eru byrjaðar.  Á mánudögum og fimmtudögum er æft í aldursflokkum.  Yngri hópur milli 5 og 6 (ca. 1. – 4. bekkur) og eldri hópur milli 6 og 7 (ca. 5. – 10. bekkur).  Fullorðinsæfingar eru síðan frá kl. 19 sömu daga.  Á sunnudögum, milli 10 og 12, eru síðan bráðskemmtilegar æfingar fyrir alla aldurshópa og þá er tilvalið að taka börn sín og/eða foreldra sína með og hafa gaman saman.   Spaðar og kúlur á staðnum.

Ólafur og Sigurður þjálfarar.