Borðtennis – nýliðar og lengra komnir

Þátttaka í borðtennis er nú að aukast nokkuð hjá Samherjum.  En það er alltaf pláss fyrir fleiri og því er rétt að minna á æfingarnar.  Þær eru sem hér segir:  Milli 5 og 6 mánudaga og fimmtudaga fyrir yngsta stig.  Sömu daga milli 6 og 7 fyrir miðstig og elsta stig og meistaraflokkar beggja kynja taka þá við og eru frá 7 – 9 eða þar um bil.  Lengra komnum á öllum aldri er velkomið að taka þátt í meistaraflokksæfingum.  Á sunnudögum eru æfingar milli 10 og 12 fyrir alla aldurshópa og þá fara líka fram heimaleikir Samherja í 2. deild Íslandsmótsins.

Borðtennissamband Íslands heldur úti ágætis vefsíðu.  Þar er t.d. hægt að sjá árangur í keppnum en það er í sama forriti og Badmintonsambandið notar.

En borðtennis er alls ekki bara fyrir þá sem vilja keppa heldur alla þá sem vilja tileinka sér skemmtilega og holla íþrótt þótt landsliðsþátttaka sé ekki markmiðið.  Á síðu BTÍ, bordtennis.is, eru nú komin nokkur kennslumyndbönd.  Þau henta öllum sem hafa áhuga á borðtennis.

http://bordtennis.is/kennslumyndbond-fyrir-bordtennis/

Hlökkum til að sjá ykkur – ný sem gömul.

Sigurður og Ólafur – borðtennisþjálfarar.