Borðtennis í íþróttasalnum alla sunnudagsmorgna milli 11 og 12.

Körfuboltinn hjá Samherjum verður nú geymdur á hillunni þangað til næsta haust vegna ónógrar þátttöku.

Félagið hefur sagt körfuboltatímanum á miðvikudagskvöldum, milli 21 og 22, lausum en hyggst halda sunnudagstímanum áfram en nýta hann nú fyrir borðtennis.  Um er að ræða opinn tíma, án þjálfara, þar sem eldri spilarar félagsins geta komið og spilað borðtennis í íþróttasalnum.  Athugið að börn eru reyndar einnig velkomin ef þau eru í fylgd með fullorðnum.