Blómasala – blómasala

Nú eru sölumenn okkar sem óðast að leggja af stað í blómasöluferðir um sveitina í tilefni hvítasunnu. Vöndurinn kostar 2.000 krónur og eru blómin alveg sérstaklega falleg í ár. Sneitt var neðan af öllum vöndum og þeir settir í vatn rétt eftir að þeir komu úr fluginu (og flugvélin var óvenju fljót norður í þessu sunnanroki) en gott er að setja blómin í vel volgt vatn og bæta í blómaáburðinum sem fylgir með.  Þökkum góðar móttökur.