BINGÓ þriðjudagskvöldið 5. mars – Veglegir vinningar!

Á morgun, þriðjudagskvöldið 5. mars kl. 20:00, verður haldið Bingó á vegum UMSE í Laugarborg/Hrafnagilshverfinu. Afreksturinn rennur í Gautaborgarferð á heimsleika unglinga í frjálsum íþróttum. Mjög veglegir vinningar verða í boði; flug og gisting, kjöt, kartöflur, heimaprjón, gjafabréf frá alls kyns fyrirtækjum og fullt spennandi. Spjaldið kostar 500,-kr. en eftir hlé er það selt á 300,-kr.  Sjoppa á staðnum og vöfflur seldar í hlé.

Sjáumst spræk !