Bakstur fyrir Handverkshátíð

Við ætlum að koma saman í skólaeldhúsinu og baka soðiðbrauð og konfektkökur fyrir Handverkshátíðina.

Soðiðbrauðið verður bakað mánudaginn 31. júli kl. 12
Konfektkökurnar verða bakaðar miðvikudaginn 2. ágúst kl. 15

Á heimasíðu ungmennafélagsins, www.samherjar.is, er að finna skráningarformið fyrir baksturinn en einnig er hægt að hafa samband við Óskar í síma 8692363 og skrá sig hjá honum.

Hvetjum þá sem ekki geta tekið þátt á Handverkshátíðinni sjálfri að skrá sig í baksturinn og taka þannig þátt í þessari mikilvægustu fjáröflun Ungmennafélagsins Samherja og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.

Góð leið til að hitta sveitungana, kynnast nýju fólki og hafa gaman.

Stjórn Umf. Samherja