Bætum við æfingu í frjálsum á fimmtudögum

Þá hefur okkur loksins tekist að fá þjálfara á fimmtudagana hjá okkur í frjálsunum. Það er engin önnur en hin 19 ára Agnes Eva Þórarinsdóttir sem ætlar að sjá um þær æfingar. Hún stundar nám við Menntaskólann á Akureyri, æfir sjálf frjálsar hjá UFA ásamt því að vera á fullu í keppni. Um síðustu helgi keppti hún til dæmis á Meistaramóti Íslands í flokki 18-19 ára og varð í 2. sæti í langstökki með 5,50m, 2. sæti í þrístökki með 10,72m, 3. sæti í 60m hlaupi á 8,30sek og í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 9,79sek. Hún hefur því góða reynslu sjálf sem keppnismaður og eins býr hún yfir reynslu sem þjálfari. Við bjóðum hana velkomna til okkar og auglýsum hér með frjálsíþróttaæfingar á fimmtudögum sem verða á sama tíma og þriðjudagsæfingarnar (eins og þetta var hjá okkur í fyrravetur). Yngri hópurinn klukkan 14:10, eldri hópurinn klukkan 15:10.

Kveðja,
Jóhanna Dögg.