Badmintonmót á Siglufirði helgina 6.-7. desember

Helgina 6.-7. desember fer fram unglingamót TBS á Siglufirði. Samherjar ætla að fara á þetta mót með sem flesta keppendur.

Mótið hefst kl 9.30 á laugardeginum og líklegt er að þeir sem keppa í U-11 keppi bara annan daginn (trúlega laugardaginn).

Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í U-13, U-15 og U-17 en í U-11 er keppt í einliðaleik og aukaflokki.

Mótsgjöld í öllum flokkum eru 1200 kr. fyrir einliðaleik og 1000 kr. fyrir tvenndar- og tvíliðaleik.

Skráningar þurfa að berast Hauki Gylfa í síma 862-3224 fyrir mánudaginn 1. desember.

Allir Samherja iðkendur eiga erindi á þetta mót, jafnt byrjendur sem lengra komnir svo við hvetjum alla til að skrá sig og taka þátt 🙂